laugardagur, ágúst 23, 2003

Bookmark and Share
Tíminn líður ótrúlega hratt. Við Kalli erum búin að vera hér í College Station í rúmar tvær vikur. Samt finnst mér meira en 3 vikur síðan við vorum í Dallas hjá Trey og Shelley. Hér í C.S. er, eins og fyrr, heitt, heitt,heitt....Hitinn er búinn að vera á milli 35 og 40 gráður, allt of heitt fyrir Frónbúa! Október er víst góður mánuður hér því þá er hitinn um 25°C.

Til að byrja á byrjuninni þá fórum við frá Íslandi 1. ágúst. Tengdó keyrðu okkur út á völl og við þurftum að vera með kerru undir allt dótið okkar. Við vorum með 5 stórar ferðatöskur og golfsett, sem er kannski ekki mikið þar sem maður er ekki að fara í eitthvað smá ferðalag. Linda og Díana komu líka út á völl með Elísabetu og Ãslaugu Mörtu. Það var ekkert smá erfitt að kveðja liðið.....úff....Díana gaf mér mynd
af okkur sem var tekin þegar við vorum litlar og ég var svona = nálægt Því að fara að gráta.....ekkert smá sætt af henni! Ég fór að gráta þegar ég kvaddi Lindu systur...það var af því að hún fór að gráta og hún fór að gráta af því að ég fór að gráta...fyndið ...Díana dreif sig út svo hún færi ekki að gráta líka, Ég sá það á henni...Það er ekki eins og maður sé að fara frá lítilli fjölskyldu..heldur er maður náinn svo mörgum...Ég meina ættingjum lengst aftur Í razgat...

Flugið til Minneapolis var ágætt...eða eins og týpískt 6 tíma flug...Það gekk ótrúlega vel hjá okkur að dröslast með allan þennan farangur af flugvellinum og í rútu á Ramada Inn, hótelið sem við gistum á í Minneapolis. Þetta var rosa flott hótel...svona indjánahótel...fullt af flottu indjánaskrauti og dóti þarna. Hefði viljað skoða það betur en gaf mér ekki tíma í það. Við vorum komin á hótelið um kl. 8 að kveldi og ákváðum að kíkja í Mall of America, bara til að geta sagst hafa farið þangað. Þetta er geðveikt stórt...og það er skemmtigarður inni, með rússíbana og öllu tilheyrandi...alveg magnað. Við löbbuðum bara hring inni í "mollinu" og röltum svo aftur á hótelið, því flugið var snemma morguninn eftir. Við vöknuðum um fimmleytið til að vera komin tímanlega á völlinn ef við skyldum lenda í einhverju veseni með farangurinn þegar við tékkuðum okkur inn. Allt gekk eins og í sögu..við gátum meira að segja tékkað okkur inn á gangstéttinni þar sem við fórum úr rútunni, þurftum ekki einu sinni að fara með farangurinn inn í tékkið.

Flugið til Dallas tók 2 1/2 tíma. Trey kom inn í flugstöðina og hjálpaði okkur með töskurnar út. Hann sagðist vera búinn að redda bíl til að flytja farangurinn, en við vorum búin að vara hann við magninu. Hann á bara þennan Mustang (sem Dabbi litli brósi er búinn að slefa mikið yfir) og 2ja sæta Hondu. Það þurfti hvorki meira né minna en Hummer til að ferja fólk og farangur heim til T. og S. Það var sick heitt í Dallas þegar við komum þangað...úff púff...akkúrat þegar við vorum þar, í þessa 5 daga var slegið hitamet...13 ára hitamet...kill me now!!!!

Dvölin hjá Trey og Shelley var rosa fín. Þau héldu grillveislu kvöldið sem við komum og þar voru fullt af vinum þeirra. Þar sem Trey finnst SS pylsur bæjarins bestu pylsurnar komum við með nokkra pakka handa honum. Einnig keyptum við SS pylsusinnep, suðusúkkulaði og auðvitað rauðan ópal, því hann er sjúkur í rauðan ópal!!! Þau grilluðu pylsurnar um kvöldið og allir fengu að smakka þær og sinnepið. Þeim fannst pylsurnar æði og sinnepið ekki síðra....spurning hvort útflutningur á SS pylsum og SS pylsusinnepi sé svo vitlaus hugmynd!!! Við skoðuðum bíla og tryggingar í Dallas og nágrenni og eftir nokkra bílasölurúnta keyptum við þennan líka fína kagga sem við höfðum séð á netinu... '99 Chrysler 300M.
Svo keyrðum við suður til College Station 7.ágúst. Keyrslan tók um 3 tíma...ekki svo slæmt, bara eins og að keyra austur á Klaustur. Við byrjuðum á því að fara í College Main Apartments, en þar vorum við búin að láta taka frá fyrir okkur íbúð til vonar og vara. Svo kíktum við á nokkrar aðrar íbúðir á svæðinu en enduðum, auðvitað, á fyrstu íbúðinni. Það var ógeðslega heitt og maður svitnaði bara af því að labba úr loftkældum bílnum og inn í loftkælt húsnæði, svo varð funheitt í bílnum um leið og maður drap á honum. Eftir að við vorum búin að fara með allt hafurtaskið í íbúðina og þurrka af okkur svitann var haldið í Wal Mart Supercenter og fjárfest í vindsæng. Ohh það var svo góð tilfinning að geta tekið fötin upp úr töskunum...það er ömurlegt að búa í ferðatösku...hvað þá fimm og hafa ekki hugmynd um hvað er í hvaða tösku...sífellt grams.

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim