mánudagur, október 13, 2003

Bookmark and Share
HOWDY!!

Ætli maður verði ekki að fara að skrifa eitthvað hér inn svo fólk hætti ekki að skoða síðuna...það er afskaplega lítið að frétta hjá okkur. Það er mikið að læra eins og gengur og gerist þegar maður er í námi! Kalli fór á fótboltaleik á laugardaginn, á meðan var ég í skólanum, var í tíma frá 9 til rúmlega 3. Mér tókst að komast í gegnum þriðja fyrirlesturinn minn og þann síðasta í bili...sem betur fer. Um kvöldið fórum við á Fuddruckers með Jóa og fengum okkur dýrindis hamborgara...það er hægt að fá hamborgara þarna sem vegur heilt pund sem er rétt tæplega hálft kíló...hann var ekkert smá stór...við fengum okkur bara minnstu gerðina, erum ekki búin að vinna okkur upp í að geta borðað 1/2 kiló af hamborgara + brauðið og franskar...úff púff....vonandi kemur aldrei að því.

Eftir matinn fór Jói með okkur í bíltúr, hann sýndi okkur kjarnorkuverið sem er rétt fyrir utan byggð, við flugvöllinn, reyndar sá maður ekkert allt of mikið, því það var komið myrkur. Á leiðinni til baka rákumst við á snák á veginum, það kom ekki til greina að fara út úr bílnum...best að halda sig í öruggri fjarlægð...samt svolítið kúl að sjá þá, ég asnaðist nú ekki til að taka myndavélina með mér, þannig að það verður að bíða betri tíma að taka myndir af snákum. Jói sagði að það væri nóg af þeim á vorin, mikið hlakka ég til þá. Við keyrðum rúnt um Bryan, en það er bærinn sem við búum í (er í raun samvaxinn College Station þar sem skólinn er, svona eins og Garðabær og Hafnarfjörður). Það er svo mikill munur á Bryan og College Station, því College Station á nóg af pening vegna A&M, en Bryan er ekki eins vel settur...gamli miðbærinn í Bryan er við það að drabbast niður, sem mér finnst synd því hann er rosa flottur. Þetta gerist þegar verslanamiðstöðvarnar eru byggðar...Laugavegurinn er nú ekki eins vinsæll og hann var áður en Kringlan kom til sögunnar.

Er búin að skanna inn nokkrar myndir, á bara eftir að setja þær á netið...læt vita þegar það gerist.

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim