mánudagur, nóvember 24, 2003

Bookmark and Share
Úff, það er kalt í dag. Ég sit við tölvuna í flíspeysu með tvö teppi yfir mér, ýkt huggulegt. Hitinn fór niður í frostmark í nótt og var einungis um tvær gráður þegar Kalli fór í skólann klukkan átta. Núna er hann kominn upp í átta stig úti og fimmtán stig inni. Húsin hér eru nefnilega ekki eins þétt og heima, hitastigið inni sveiflast gjörsamlega með hitanum úti, þannig að ef það er rosa heitt úti þá er rosa heitt inni líka (og loftkælingin á fullu). Æ, mér finnst bara ágætt að geta loksins notað fötin mín, ekki alltaf í stuttbuxum og stuttermabol eða hlýrabol. Þetta er bara smá undirbúningur áður en við komum heim um jólin.

Það er verið að slá garðinn núna...kannski maður dúði sig enn meira og setjist út með bók (skólabók náttúrulega) og lesi við angan af nýslegnu grasi...hljómar ekki illa. Æ nei, ég get það ekki því ég þarf að vinna verkefni á tölvunni...nú væri gott að eiga fartölvu. Fartölva á óskalistann.

Við keyrðum yfir til Snook á laugardagskvöldið með Jóa og Berglindi, við kíktum á veitingastað þar sem var mjög góður. Snook er bara pínulitill bær rétt hjá College Station, var upprunalega tékkneskur bær, en þarna búa rúmlega 500 manns, sem er samt stærra en KBK. Svo tókum við Finding Nemo á leigu og hún er bara helvíti góð. Ótrúlegt hugmyndaflug hjá þessum Pixar gaurum. Ég mæli sko alveg með myndinni, tveir þumlar upp!!!

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim