JESS
...Tölvan komin í lag...Þökk sé manninum á móti...
það þurfti að setja hana upp aftur þar sem hún startaði sér ekki upp, var bara alveg tóm, greyið.
Það er alveg slatti búið að gerast hjá okkur síðan tölvan bilaði, enda búin að vera biluð í rúmar tvær vikur. Þar síðustu helgi kláraði Kalli lokaprófin eftir fyrstu önnina og það gekk bara rosalega vel, hann er búinn að fá einkunnirnar og er alveg rosalega sáttur við þær. Við fórum svo í Northgate á laugardagskvöldið þar sem MBA liðið var að fagna próflokunum. Við fórum með kælibox fullt af bjór, sötruðum hann og spjölluðum við liðið. Svaka stuð.
Á sunnudeginum fórum við svo á Texas Renaissance Festival með Jóa og Berglindi. Það var upplifun út af fyrir sig. Við fórum af stað um níu um morguninn, en það tekur tæpan klukkutíma að keyra þangað sem hátíðin er haldin. Þetta er ákveðið svæði sem er notað undir þessa hátíð. Þetta er eins og lítið þorp sem maður gengur bara um og skoðar. Þessi hátið fer víðsvegar um landið og er hér einu sinni á ári. Fólkið sem vinnur þarna er í búningum frá endurreisnartímanum og skemmtir gestunum. Sumir gestanna koma meira að segja í búningum, alveg ótrúlegt lið.
Sumir lifa bara fyrir þetta…eru allt árið að undirbúa búning til að fara í á hátíðina…og þá er ég ekki að tala um fólkið sem vinnur við þetta, heldur hinn almenna borgara! Þetta var samt rosa gaman, eins og að fara aftur í tímann.
Eins og ég sagði áður, þá fórum við til Longview um hegina. Mamma hennar Kate vildi endilega að við fengjum að kynnast austur Texas á almennilegan hátt. Það var High School fótboltaleikur (amerískur fótbolti) á föstudagskvöldinu, þar sem litla systir hennar Kate var að dansa í leikhléinu, við fórum beint þangað þegar við komum og kíktum á það. Dansliðið er rosalega gott, þær hafa unnið fullt af keppnum og verðlaunum, en fótboltaliðið er ömurlegt, þeir tapa alltaf. Minnti mig á ömurlegu klappstýrumyndina “Bring it on”, fyrir þá sem hafa séð hana. Seinna um kvöldið fórum við á bar þar sem var lifandi tónlist, kántrýtónlist, að sjálfsögðu, en það var nokkuð “eðlilegt” fólk á þeim bar, svaka stuð. Á laugardagskvöldinu fórum við á veitingastað sem heitir “Country Tavern” og er þekktur fyrir svínarifin sem þeir bjóða upp á. Það hafa víst margir frægir borðað þar og líkað vel, m.a. einhverjir forsetar og Larry Hagman, sem lék J.R. í Dallas, en það voru einhverjar myndir uppi á veggjunum. Maður fer víst ekki til Texas án þess að smakka barbeque rif…mér annst þau allt í lagi, ekkert geðveik samt. Svo fórum við á ekta kúrekabar þar sem var krökkt af kúrekum og svaka gellum með túperað hár…og við sáum meira að segja “mullet”, sem segt mann með sítt að aftan…og honum fannst hann vera svo flottur…ojojoj…búinn að klippa ermarnar af stutternabolnum og alles…við áttum bágt með okkur. Þetta vara bara fín helgi, við slöppuðum af og höfðum það gaman. Reyndar vöktum við alveg óvart til fjögur á föstudagskvöldið, við vorumað spila til þrjú og svo fórum við í tómstundaherbergið og spiluðum pool og pílukast, spjölluðum og horfðum á sjónvarpið. Við bara gleymdum okkur alveg og áttuðum okkur ekki áþví hvað klukkan var orðin margt.
Mamma hennar Kate ero svo klikkuð, á góðan hátt samt. Hún hefur sankað að sér alls konar dóti sem hún finnur í búðum...ódýra sokka með myndum, spil, o.s.frv. sem hún geymir til að nota sem verðlaun þegar þau spila. Við spiluðum nefnilega bingó á laugardaginn (Ég, Kalli, Kate og Frank sem er vinur Kate og Jerods) upp á vinninga...algjör snilld. Við Kalli unnum bæði, ýkt heppin. Ég fékk svona líkan af tíkallasíma sem sorterar mynt, maður setur klinkið í símann og hann sorterar það. Kalli vann karlmanns-snyrtitösku.
Það var rosa gott að komast aðeins út úr bænum, kúpla sig aðeins frá skólanum í smá stund. Þau buðu okkur að vera með þem á Thanksgiving, en öll fjölskyldan hittist hjá ömmu og afa Kate (í móðurætt), en þau búa í um 45 mínútna fjarlægð héðan. Við munumöruggleg kíkja eitthvað til þeirra þá helgi,en við ætlum að borða með Tony g Cristin…ég held að þau ætli að bjóða upp á “deep fried turkey”…alltaf að prófa eitthvað nýtt!!!
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim