þriðjudagur, apríl 03, 2007

Bookmark and Share

dymbill....


þá er það dymbilvikan og ég er komin í páska"frí". Tók mig til og náði mér í bunka af prófum og ritgerðum á laugardaginn til að fara yfir um páskana. Ég hef eytt núna tveimur dögum í að koma mér í það að fara yfir þetta og satt að segja er ég ekki mjög mótiveruð í það. Ég hef ekki verið hinn besti kennari undanfarnar tvær vikur vegna annarra anna. Mér finnst ég svolítið hafa vanrækt nemendur mína, en Comenius verkefnið tók sinn toll. Við eyddum síðustu viku með kennurum frá Ítalíu, Portúgal, Póllandi, Frakklandi og Belgíu við verkefnagerð og í skoðanaferðir. Ég fékk Unnar og félaga hans úr Déjà Vu Group til að fara með okkur í jeppaferð sem heppnaðist mjög vel og gestirnir voru himinlifandi yfir frábærum viðtökum og ævintýrum. Ég er mjög ánægð með vikuna en það er gott að komast í frí, þó að maður hafi ritgerðirnar hangandi yfir sér. Við stefnum á að fara austur á fimmtudaginn og eyða páskunum þar...ég hlakka til.

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim