Á föstudeginum (8.ágúst) keyrðum við um bæinn, keyptum nauðsynjavörur í Wal Mart og reyndum að koma okkur haganlega fyrir í íbúðinni, þrátt fyrir að eiga ekki neitt nema ferðatöskurnar og innihaldið í þeim og vindsæng. Það var ennþá allt of heitt fyrir minn smekk. Á leiðinni heim úr Wal Mart fór vélin í bílnum að hitna ískyggilega mikið, úbbs, hún var orðin allt of heit. Við sveigðum í snarhasti inn á næsta bílaplan, með allar matvörurnar í skottinu, og drápum á bílnum...ég gat ekki ímyndað mér hvernig hann ætti að ná að kólna eitthvað í þessum hita. Svo leið og beið og hitamælirinn var kominn niður í skikkanlegt horf. Þá ákváðum við að láta kíkja á hann á bílaverkstæði sem við höfðum komið auga á fyrr um daginn. Bifvélavirkinn kíkti á bílinn og í ljós kom að önnur viftan snérist ekki. Það var sem sagt í góðu lagi þegar maður keyrði á Interstatunum á miklum hraða, en þegar maður kom í hægari umferð innanbæjar varð skrattinn laus. Við vorum náttúrulega ekki alveg sátt við þetta, keyptum bílinn fyrir tveimur dögum! Við höfðum samband við bílasalann og hann reyndi að hafa samband við tryggingarnar, vesen, vesen, vesen. Auðvitað gat maður ekki látið laga þetta áður en tryggingarnar samþykktu. Það fór ALLUR dagurinn í þetta...á meðan beið maður inni á illa loftkældu verkstæðinu og allar matvörurnar enn í skottinu....ég var svo viss um að allt væri annað hvort soðið eða ónýtt...maður þyrfti alla vega ekki að hugsa um að spæla eða sjóða eggin sem við höfðum verið að kaupa. Allt gekk þetta upp að lokum og við komumst heim í loftkældu íbúðina með vörurnar í góðu lagi.
Við ákváðum að fara til Houston á laugardeginum, en það er ekki nema 1 1/2 tíma keyrsla, og kíkja í Ikea, sjá hvort við fyndum ekki einhver húsgögn. Ekkert varð af kaupum þar og á leiðinni út úr borginni skelltum við okkur á McDonald's. Þá komum við auga á Office Depot, þessa líka fínu verslun með skrifstofuvörur og tæki. Þar fundum við flott skrifborð og tölvuskjá....en við vorum ekki viss um að koma þessu í bílinn. Ákváðum að reyna og fengum aðstoð hjá mjög svo elskulegu starfsfólki þar. Þegar við vorum að greiða fyrir vörurnar skall á þetta líka svakalega þrumuveður. Ljósin blikkuðu og skyndilega fór rafmagnið af. Við þurftum að bíða í smá stund þar til það kom á aftur. Kassadaman sagðist ætla að gefa okkur 10% auka afslátt af því að við þurftum að bíða svo lengi. Hún sagði að það væri tilboð til kennara þann daginn....hmmm en ég er kennari, sagði ég...hún hló og fannst það rosa sniðugt, því hún hafði náttúrulega ekki hugmynd um það...ég meina, kennari frá Íslandi...hverjum er ekki sama. Á meðan Kalli og tveir starfsmenn báru dótið út í bíl, í grenjandi rigningu þannig að ég hef aldrei séð annað eins, beið ég inni eins og prinsessan á bauninni!!! Kassadaman kom askvaðandi og færði mér rauða Office Depot tösku sem innihélt alls konar "kennaradót", en það var víst hluti af kennaratilboðinu, heppin ég. Kalli kom með bílinn alveg að inngangnum, en maður varð samt rennandi blautur þó svo að það tæki mann bara 2 sekúndur að komast inní bílinn, svo mikil var rigningin. Svo keyrðum við aftur til College Station í rólegheitunum í hellidembu, þrumum og eldingum.
Við ákváðum að fara til Houston á laugardeginum, en það er ekki nema 1 1/2 tíma keyrsla, og kíkja í Ikea, sjá hvort við fyndum ekki einhver húsgögn. Ekkert varð af kaupum þar og á leiðinni út úr borginni skelltum við okkur á McDonald's. Þá komum við auga á Office Depot, þessa líka fínu verslun með skrifstofuvörur og tæki. Þar fundum við flott skrifborð og tölvuskjá....en við vorum ekki viss um að koma þessu í bílinn. Ákváðum að reyna og fengum aðstoð hjá mjög svo elskulegu starfsfólki þar. Þegar við vorum að greiða fyrir vörurnar skall á þetta líka svakalega þrumuveður. Ljósin blikkuðu og skyndilega fór rafmagnið af. Við þurftum að bíða í smá stund þar til það kom á aftur. Kassadaman sagðist ætla að gefa okkur 10% auka afslátt af því að við þurftum að bíða svo lengi. Hún sagði að það væri tilboð til kennara þann daginn....hmmm en ég er kennari, sagði ég...hún hló og fannst það rosa sniðugt, því hún hafði náttúrulega ekki hugmynd um það...ég meina, kennari frá Íslandi...hverjum er ekki sama. Á meðan Kalli og tveir starfsmenn báru dótið út í bíl, í grenjandi rigningu þannig að ég hef aldrei séð annað eins, beið ég inni eins og prinsessan á bauninni!!! Kassadaman kom askvaðandi og færði mér rauða Office Depot tösku sem innihélt alls konar "kennaradót", en það var víst hluti af kennaratilboðinu, heppin ég. Kalli kom með bílinn alveg að inngangnum, en maður varð samt rennandi blautur þó svo að það tæki mann bara 2 sekúndur að komast inní bílinn, svo mikil var rigningin. Svo keyrðum við aftur til College Station í rólegheitunum í hellidembu, þrumum og eldingum.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim