miðvikudagur, nóvember 26, 2003

Bookmark and Share
Haldiði ekki að ég hafi barasta gleymt að segja frá stórfrétt, sem er reyndar ekki stórfrétt lengur þar sem hún gerðist fyrir nokkru síðan. Hingað kom maður nokkur fyrir...jah...nokkrum vikum síðan, sem starfar sem meindýraeyðir. Hann var með litla sprautu sem hann notaði til að sprauta í og við gluggakisturnar inni í eldhúsi og herbergi, en þaðan virtust sykurmaurarnir koma. Svo lét hann mig hafa maurabeitur sem ég átti að setja þar sem ég sæi maura, og maurarnir myndu ná sér í beitu og færa drottningunni sem myndi, vonandi, gefa upp öndina. Síðan meindýraeyðirinn kom...og fór... hef ég bara ekki séð maur. Það er búið að vera þvílíkt lúxuslíf að þurfa ekki að vera sífellt á varðbergi gagnvart þessum kvikindum, því ég vil ekki sjá þau nálægt matnum okkar (sem er reyndar nánast allur kominn í ziploc og plastbox).

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim