sunnudagur, febrúar 08, 2004

Bookmark and Share
Ég fór í tíma í gær á milli klukkan 9 og 15 í Rannsóknum á fjölmenningarlegri kennslu (Research on Multicultural Education). Það gerðist ekkert fréttnæmt í þessum tíma. Kalli fór að vinna með hópnum sínum klukkan eitt og var að til rúmlega fjögur. Þá kom hann heim og sagði mér að Nick (einn í hópnum) hafi boðið hópnum í mat (ég mátti fylgja með) þar sem hann ætlaði að bjóða upp á dádýrskjöt, hmm...allt í lagi...ég féllst á það, þrátt fyrir að hafa ekki komist upp á lagið með að borða villibráð. Kalli, eins mikill matargikkur og hann er, var alveg til í þetta enda hafði hann smakkað hjá honum grillaða 'dúfu' (samt ekki dúfa eins og lifir á matarleifum mannskepnunnar í þéttbýli, heldur villtur fugl skyldur henni) með beikoni og osti, og Kalla fannst það bara alveg prýðilegur matur. Aftur að dádýrinu, þá voru þetta dádýrsbjúgu (deer sausages) sem hann hafði látið gera fyrir sig úr bráðinni. Hann grillaði þau í ofni með svörtum baunum og osti ofan á, svo er þetta borið fram með grilluðu brauði og aspas. Þetta var bara prýðilegur matur. Kjötið er mjög magurt þannig að það voru ekki fitukögglar í bjúgunum, eins og oft vill gerast. Það var ekkert svona vont 'villi-bragð' af kjötinu, eins og er oft og fólk felur með sósu...'sósan skiptir gríðarlega miklu máli' blablabla...já til að fela sk**abragðið.

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim