mánudagur, febrúar 02, 2004

Bookmark and Share
Það fyrsta sem ég hugsaði í gærmorgun þegar ég vaknaði var: "Nú eru ansi margir Skaftfellingar þunnir"
Dagurinn í gær varð ekki eins afkastamikill og við skötuhjúin höfðum planað. Við ætluðum að taka til, fara í ræktina, fara í golf, læra, fara til Drew (í Superbowl partý)..etc. Við tókum til hér í gærmorgun, það gekk alla vega eftir. Svo settumst við niður í smá stund og tókum fram námsbækurnar. Jerod hringdi í hádeginu og bauð okkur að koma með sér og Kyle, bróður hans, í hádegismat. Jújú, við slógum til, enda ekki búin að borða hádegismat. Við fórum á einhvern stað sem er bara með kjúklingastrimla (chicken strips) og að sjálfsögðu eru þeir djúpsteiktir. Ég ætlaði eð reyna að vera eins heilsusamleg og ég gat á þessum stað og pantaði mér kjúklíngasamloku, en neinei, það voru djúpsteiktir kjúklingastrimlar inni í löðrandi brauði, sem þeir kalla Texas Toast, að auki var mikið salt á brauðinu. Þetta var sannkallaður þynnkumatur, gallinn var bara sá að ég var ekki þunn, enda varð ekkert úr brennivínsdrykkju kvöldið áður. Eftir hádegismatinn fórum við í bíltúr um eitt millahverfið í Bryan og HÓLÍ SJITT...ég hefði alveg eins getað haldið að þetta væru hótel en ekki íbúðarhús. Að bíltúrnum loknum fórum við öll hingað og Kyle, sem er tölvugúrú, setti veiruvörn í tölvuna okkar og uppgötvaði að í henni var Trójuhestur, sem er slæm veira. Þannig að einhver hefur getað verið að nota tölvuna okkar til óheiðarlegra viðskipta...kannski einhver klámhundur að dreifa klámi...úff...ojojoj....Þetta tölvustúss tók allnokkurn tíma og eftir það var bara kominn tími á Super Bowl. Við fórum til Drew þar sem fullt af fólki var saman komið, og ég þekkti mjöööög fáa. Við stoppuðum þar bara fyrri hálfleikinn, enda Kate komin í bæinn (hafði farið til Longview um helgina, brúðkaupsstúss) og við komum við á Wings n' more og tókum með okkur kjúkling, aftur. Ég fékk mér aftur kjúklingasamloku, en í þetta skiptið var hún holl. Það var kjúklingabringa, með káli og tómötum í venjulegu brauði...ekki steiktu brauði. Við tókum matinn heim til Jerods og Kate þar sem við horfðum á New England Patriots sigra Carolina Panthers með vallarmarki á síðustu 5 sekúndunum, en hverjum er ekki sama um það?? Við Kalli fórum heim eftir leikinn og lögðumst upp í sófa, því fyrsti þáttur í Survivor All-Stars var sýndur eftir leikinn...ég gæti sko alveg eyðilagt fyrir öllum og sagt hverjir eru í þættinum og hver var rekinn....en ég geri það ekki núna...kannski næst...múahahahaha. Við gerðum sem sagt bara tvennt af því sem við höfðum áætlað, því tími til lærdóms var ansi stuttur....en tölvan er alla vega veirulaus. Einhver hafði reynt að ráðast á hana í morgun, en vörnin hans Kyle kom í veg fyrir það...jei.

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim