föstudagur, febrúar 13, 2004

Bookmark and Share
Jæja, bíllinn kominn í stand, betra en áður reyndar. Kalli kom fljótlega heim og við skelltum varadekkinu undir (sem er reyndar eins og hin dekkin og á eins felgum). Þegar við fórum að skoða sprungna dekkið sáum við að það var sprunga eftir dekkinu að innanverðu og hún fygldi stöfunum á dekkinu nákvæmlega eftir (Goodyear). Okkur fannst það svolítið spúkí, þannig að við fórum á Goodyear dekkjaverkstæði í College Station og fengum þá til að kíkja á dekkið, til að ath hvort það væri gallað. Maðurinn þar affelgaði dekkið og skoðaði það. Hann sá að það hafði einhvern tímann staðið, eða verið notað með of litlu lofti í einhvern tíma, því dekkið er fimm ára og það eru um 50% eftir af mynstrinu. Hann gerði okkur tilboð í nýtt dekk og við fengum hann til að kíkja á hin dekkin undir bílnum til að ath munstrið á þeim. Við vissum að varadekkið var eitthvað gallað, það orsakaði titring í stýrinu og við sögðum manninum það, hann sagðist taka það dekk líka og við fengjum annað dekk á sama tilboði, sem var $70 á dekk. Við tókum því og fengum tvö ný dekk á 160 dollara, sem ég held að séu bara ágætis kaup á nýjum Goodyear-dekkjum. Mér líður miklu betur núna, þegar bíllinn er kominn á góð dekk.

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim