þriðjudagur, apríl 20, 2004

Bookmark and Share

...í stuði með guði...


Jamm og já...hér er semsagt ekki mjög mikið að frétta. Nema hvað, við fórum á frekar lélegt golfnámskeið á laugardagsmorguninn. Ég get ekki sagt að ég hafi fengið mikið út úr því. Kalli greyið hafði eiginlega bara illt af því, þar sem kallinn var eitthvað að rugla hann í ríminu. Við fórum svo tvö ein rómantískan golfhring seinni partinn. Það gekk upp og ofan, en mér tókst alla vega að para eina holuna. Hefði reyndar átt að para fleiri, eða allavega ekki fara upp í tveggja stafa tölu, en ég get verið óttalegur klaufi þegar kemur að því að "chippa" og pútta (eða kannski bara svo óþolinmóð). Á mínar góðu og slæmu stundir í því sem og öðru. Við lékum heilan 18 holu hring á 4 tímum og þegar við vorum komin á 18 holu var farið að rökkva all nokkuð og næturhljóðin farin að heyrast (þ.e. engispretturnar). Það er nú meira dýralífið á þessum golfvöllum hér. Við sáum stóra og litla skjaldböku í einni tjörninni, svo sáum við íkorna og kanínur, að ógleymdu fuglalífinu sem er mjög mikið. Sem betur fer hef ég ekki rekist á neina snáka (7-9-13). Eftir golfið fórum við á Texas Roadhouse, sem er brilliant veitingahús. Við ákváðum að halda upp á það að Kalli fékk 100 í einu miðannarprófinu og fá okkur safaríka steik. Mikið rosalega jafnast ekkert á við safaríka og meyra nautasteik með bakaðri kartöflu og grænmeti...jammjamm. Við fórum allavega pakksödd heim eftir "Roadhouse-ið".

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim