Hér er svosem ekki mikið merkilegt að gerast þessa dagana. Skólinn og námið tekur upp mestan tíma, sem er svosem ekkert óeðlilegt svona rétt undir annarlok. Ég fer ekki í tíma á laugardaginn, jibbý, honum var frestað til 1. maí, veit reyndar ekki hvort það sé nokkuð betra, en ég ætla allavega að reyna að njóta þess. Kalli er búinn að skrá okkur á smá golfnámskeið, sem MBAA stendur fyrir (nokkurs konar nemendafélag í MBA prógramminu). Ég veit ekki alveg hvernig það verður, en við fáum kennslu í einn og hálfan tíma, sem ætti að vera fínt til að rifja upp hvernig þetta golf virkar.
Nú er Dabbalingurinn minn í Köben, að mér skilst að drekka bjór í góða veðrinu. Svo eru mamma og pabbi að fara til Glasgow þar sem kirkjukórinn er að fara að syngja drykkjuvísur á pöbbunum...haldiði að það sé. En þau fá víst líka að syngja í íslenskri messu á sunnudaginn...svona til að bæta upp fyrir syndirnar á pöbbunum. Ojæja, Jesú breytti nú vatni í vín, þannig að það getur ekki verið svo slæmt.
Best að hætta þessu bulli...þetta er komð út í öfgar. Skólabækurnar eru farnar að kvarta yfir notkunarleysi.
Nú er Dabbalingurinn minn í Köben, að mér skilst að drekka bjór í góða veðrinu. Svo eru mamma og pabbi að fara til Glasgow þar sem kirkjukórinn er að fara að syngja drykkjuvísur á pöbbunum...haldiði að það sé. En þau fá víst líka að syngja í íslenskri messu á sunnudaginn...svona til að bæta upp fyrir syndirnar á pöbbunum. Ojæja, Jesú breytti nú vatni í vín, þannig að það getur ekki verið svo slæmt.
Best að hætta þessu bulli...þetta er komð út í öfgar. Skólabækurnar eru farnar að kvarta yfir notkunarleysi.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim