fimmtudagur, apríl 01, 2004

Bookmark and Share

Nóg að gera


Já það er sko búið að vera nóg að gera hjá okkur og er enn. Ég er búin að vera á haus að skrifa 4 ritgerðir sem ég skilaði af mér í dag, þetta var heimapróf í einum kúrsinum sem við fengum í hendurnar á laugardaginn og áttum að skila í dag. Svo tekur bara eitt við af öðru. Manni leiðist allavega ekki á meðan. En veðrið í dag var alveg brill. Ég þvoði þvottinn í morgun og á meðan ég beið eftir vélinni settist ég bara með námsefnið við sundlaugina og baðaði mig í sólinni. Það var sem sagt sól og blíða, hátt í 30 stiga hiti. Mér skilst að það eigi að vera svipað á morgun, en svo fer að rigna um helgina...sem er bara gott fyrir gróðurinn. Maður verður þá bara inni að læra á meðan, er að fara í próf 10. apríl, þarf að skrifa slatta af ritgerðum fyrir annarlok þannig að smá rigning gerir bara gott. Kalli minn er að fara í miðannarpróf á laugardaginn og mánudaginn. Það mætti halda að þeir sem sjá um að setja niður tímana hafi bara ekkert tímaskyn. Ég meina hvað er málið með að mæta í skólann á laugardegi, ég hef sko fengið mig fullsadda af því. En nóg af tuði í bili...adios.

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim