þriðjudagur, maí 11, 2004

Bookmark and Share

...út í veður og vind...


Við Kalli höfðum hugsað okkur að taka kúrsa skólanum í júní og ferðast svo eitthvað um Bandaríkin í júlí, mamma og pabbi ætluðu að koma í heimsókn í júlí og Már og Fanney í ágúst. Svo fengum við þá snilldarhugmynd að ég kæmi í brúðkaupið í júli og yrði svo bara samferða mömmu og pabba hingað um miðjan júlí...en neeeeei...þetta gengur víst ekki eftir.
Á mánudaginn í síðustu viku fékk Kalli upphringingu frá Chevron/Texaco þar sem honum var boðin vinna í San Ramon í Californiu í sumar...í allt sumar!!! Hann þurfti svo að gefa svar á miðvikudeginum...hólí mólí...og allt komið á annan endann...öll plönin okkar fuku út í veður og vind á örskotsstundu. Þetta er náttúrulega einstakt tækifæri fyrir hann að fá vinnu, frábær reynsla. Starfinu var tekið og nýjar áætlanir mynduðust. Hann verður sem sagt í Californiu eitthvað framyfir miðjan ágúst.
Núverandi áform hljóma eftirfarandi:
Hann klárar prófin sín á föstudaginn, svo nýtum við helgina í undirbúining ferðalaga. Við munum aka til Californiu (ca 30 klst akstur), taka í það nokkra daga og skoða okkur um. Við munum aka í gegnum New Mexico, Arizona og Nevada í leiðinni (Maður verður nú að koma við í Vegas, baby...hver veit hvað gerist þar). Hann kemur væntanlega til með að byrja að vinna uppúr 24. maí. Ég flýg svo með AmericaWest til Houston 30. maí (Jói og Berglind ætla að vera svo góð að sækja mig á flugvöllinn) og tek mína sumarkúrsa til 5. júlí.
6.júlí hefst svo ferðalagið...ég flýg héðan og til Dallas með American Eagle um morguninn(sem ég sór að ég myndi aldrei gera aftur eftir síðustu ferð...það er nú mikið að marka það sem maður segir). Frá Dallas flýg ég með Air Trans til Minneapolis, með smá viðkomu í Atlanta (þetta ferðalag tekur ca 6 klst). Ef allt gengur eftir verð ég komin til Minneapolis um klukkan 16:00. Svo tekur Icelandair við þar og flýgur með mig heim á Frón (aðrir 6 tímar). Ég verð komin til Keflavíkur um klukkan 06:20 að morgni 7.júlí...Dabbi bróðir fær nú skemmtilega afmælisgjöf....MIG!!

Ég ætla að þreyta ættingja mína og vini á Íslandi fram yfir verslunarmannahelgi, því förinni er heitið aftur til Minneapolis 5.ágúst. Frá Minneapolis flýg ég svo með Sun Country rakleiðis til San Francisco þar sem minn heittelskaði mun bíða mín. Sem sagt, ég fæ að fljúga með fimm flugfélögum á þessu flakki mínu.
Þegar Kalli hefur lokið vinnu sinni í ágúst, keyrum við aftur heim til Texas, enda byrjar skólinn aftur hjá okkur 30. ágúst.

OG ÞAÐ HELD ÉG NÚ!!!

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim