mánudagur, maí 03, 2004

Bookmark and Share

Þrátt fyrir miklar annir...


...skelltum við okkur í smá ferðalag um helgina. Ég var sem sagt í tíma í gær, kemur á óvart, en Jerod hafði boðið okkur að fara með þeim til San Antonio um helgina. Við ákváðum að láta það ekkert á okkur fá þótt mikið væri að gera í náminu og skelltum okkur bara suðureftir um leið og tímanum hjá mér lauk. Það er ekki nema um tveggja og hálfs tíma akstur þangað, smá spölur. Ástæðan fyrir þessu öllu saman er að Jerod var að halda upp á afmælið sitt, en hann varð 26 í dag. Við fórum út að borða með Jerod, Kate, foreldrum Jerods og Kyle bróður hans á laugardagskvöldið og fengum okkur alveg unaðslega góðar steikur. Eftir matinn hittum við nokkra vini Jerods, Kate og Kyle og héngum með þeim fram eftir kvöldi þar sem spilaður var billjard og mikill bjór drukkinn (ekki af okkur Kalla samt..við erum svo stillt og góð). Við gistum í húsi ömmu Jerods, en hún er búin að vera á hjúkrunarheimili í nokkurn tíma og það hefur staðið autt síðan. Við Kalli drifum okkur þó heim á leið fyrir hádegi í morgun þar sem mikill lærdómur beið okkar, hann gerir sig víst ekki sjálfur. Hefðum reyndar frekar viljað vera lengur í San Antonio, því allir ætluðu að hittast og horfa á Spurs spila á móti Lakers í NBA playoffs-inu...sem btw Spurs unnu..jei...Go Spurs...Þetta var bara aldeilis prýðileg ferð. Það er bara gaman að skreppa frá þó það hafi ekki verið nema í eina kvöldstund...svo ég tali nú ekki um að vera í góðra vina hópi.

Mér hefur allavega tekist að klára eina ritgerð, þá eru bara 3 eftir...tvær stórar og ein minni!

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim