jamm og já
Það er nú ekki mikið að frétta af okkur skötuhjúunum. Kalli er á kafi í prófum og lestri sem þeim fylgir. Hann var að lesa í allan gærdag. Ég reyndi bara að trufla hann ekki, fór bara út í bíltúr fyrir hádegi, kom svo inn í hádeginu og gaf honum að borða og fór svo bara út aftur. Ég fór í Target og rambaði þar um í rólegheitunum, svo fór ég heim um þrjúleytið og bakaði afmælisköku, sem er reyndar ekki búið að snerta á ennþá. Við fórum nefnilega út að borða um sexleytið á Applebee's og Kalli borðaði svo mikið að hann var pakksaddur langt frameftir kvöldi. Applebee's var ágætt, finnst Texas Roadhouse reyndar betra, allavega steikurnar.
Það var klikkað veður í nótt. Stormur, þrumur og eldingar með grenjandi rigningu, þvílík og önnur eins læti. Svo er bara dimmt yfir í dag, mjög dimmt. En ég þarf svosem ekki mikið merkilegt að gera í dag, verð bara heima og tek til eða eitthvað. Það er allt í rólegheitunum hjá mér núna Ég sem ætlaði að liggja í sólbaði við sundlaugina alla vikuna, en það er búið að rigna eitthvað nánast alla daga síðan ég kláraði önnina...dæmigert. Það styttist allavega í ferðalagið okkar til Frisco.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim