laugardagur, desember 25, 2004

Bookmark and Share

Blessuð jólin!


Við höfðum það nú aldeilis fínt í gær, borðuðum góðan mat og opnuðum fínu pakkana okkar. Jólasvínið smakkaðist mjög vel og eins meðlætið. Auðvitað var þessu skolað niður með hinu eina sanna malti og appelsíni, annað er nú ekki hægt. Yfir pökkunum hökkuðum við í okkur íslenskt sælgæti. Kílóin munu nú ekki hrynja af menni þessi jól frekar en önnur. Steak House Í dag ætlum við svo að gæða okkur á hangikjötinu sem tengdó komu með...ji hvað það verður gott að fá hangikjöt með uppstúf, soðnum kartöflum, grænum baunum og rauðkáli, nammnamm.

Hitinn er aðeins að rísa hér kominn í um tíu gráður. Takk, Valdi, fyrir góðu ráðleggingarnar. Við skelltum okkur í peysur og varð okkur miklu hlýrra eftir það. Við gerum þetta næst þegar okkur verður kalt. Freezing Cold

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim