Allt í lagi þá
ég skal segja ykkur sögu...ferðasögu. En fyrst vil ég óska Atla Páli, frænda mínum, innilega til hamingju með að vera kominn opinberlega í fullorðinna manna tölu, hann hefur nefnilega alltaf verið ofboðslega mannalegur (ekkert mont HP).
Að morgni laugardagsins 12. mars var haldið af stað til Dallas. Þremur tímum síðar vorum við komin þangað. Við ákváðum að byrja á því að keyra enn norðar og skoða þann heimsþekkta búgarð Southfork, en þar bjó Ewing fjölskyldan í öllu sínu veldi í sjónvarpsþáttunum Dallas. Pabbi sá mynd af Pamelu sinni og varð alsæll,
Pabbi og Pamela
en auðvitað var mynd af Bobby líka...og öllum hinum.
Mamma og Bobby
Við fengum að ganga um húsið og skoða okkur um í flestum krókum og kimum þess.
Uppi á svölunum
Einnig hvíldum við lúin bein við sundlaugarbakkann
Við laugina
og borðið þar sem Miss Ellie sat sem oftast.
Við borðið hennar Miss Ellie
Það var mjög gaman að koma þarna og skoða sig um.
Flottir kúrekar við hliðið
Þetta er nóg í bili, ég segi frá næsta áfangastað seinna.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim