miðvikudagur, mars 09, 2005

Bookmark and Share

nei nei nei


Við fengum okkur öll stórsteik á Texas Roadhouse...það var mjög gott. Svo fórum við heim og lágum á meltu í nokkra stund áður en við kveiktum í kökunni. Ég gaulaði svo braginn sem Sallý samdi í tilefni dagsins, með kveðju frá systkinum pabba:

(Lag: Ísland er land þitt) Tilefni: Agnar og Ragga 100 ára

Þetta er árið sem Agnar og Ragga
eignuðust hvort fyrir sig hálfa öld.
Þetta er árið, sem eigum að flagga
og auðvitað skálum við fagnandi í kvöld.
Dag þennan fæddist fyr’ 50 árum,
Á Fossum í Landbroti laglegur sveinn.
Dag þennan móðir grét göfugum tárum
af gleði því fannst ekki fríðari neinn.

Skömmu svo eftir að skreið hann úr vöggu
Í skvísurnar farinn var óðar að spá.
Í fyrsta bekk “folinn” hann fann hana Röggu
fór svo þau meg’ei af hvort öðru sjá.
Á óðali feðranna eiga þau heima
og una þar hag sínum dæmalaust vel.
Endalaus orka um æðarnar streyma
svo okkur hinum ei verður um sel.

Saman þau eignuðust indælis krakka
sem ætla að fjölga í ættinni senn.
Þeim fimmtugu táningum flest eiga að þakka
sem fóstruðu ungana og gerð’úr þeim menn.
Samt eitt ekki skiljum og okkur finnst skrítið
hve við hin öll eldumst í háttum og sjón.
Svo er eins og tímanum takist svo lítið
Að tylla sér á þessi öndvegis hjón.

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim