aftur á byrjunarreit!
Það er búið að vera nóg að gera hjá okkur skötuhjúunum. Kalli er á fullu í skólanum og ég fæ nóg að gera í afleysingarkennslunni...sem er bara hið besta mál. Verst bara að maður er ekkert heima hjá sér yfir daginn og þegar maður kemur heim eftir vinnu er klukkan orðin svo margt heima á Íslandi að maður er alveg hættur að tala við nokkurn...ég ætla mér nú að hringja í mína ástkæru foreldra á morgun..ohh hvað það verður gaman að fá þau í heimsókn eftir rúmar tvær vikur...bara 17 dagar þangað til sá gamli verður fimmtugur og þau koma til Texas. Hann nær að teygja 49. árið um fimm klukkustundir þar sem hann verður í Boston þegar sjöundi dagur marsmánaðar rennur upp...
Við Kalli drógum fram golfkylfurnar okkar og skelltum okkur á æfingasvæðið í gær. Ég komst að því að ég er nánast komin aftur á byrjunarreit þegar kemur að því að slá þessar golfkúlur. Það er kannski ekki skrýtið að manni fari ekkert fram ef maður lætur alltaf líða svona langt á milli þess sem maður spilar...við höfum ekki spilað golf síðan einhvern tímann fyrir jól...á það örugglega skrifað hér á blogginu. Svakalegt alveg.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim