bimm bamm bimm bamm
bimbirimbirimmbamm...
maður er nú bara orðinn hálfgerður árstíðabloggari eins og sumir....þetta er nú engin frammistaða! Núna sitja krakkarnir mínir sveittir í ENS 403 prófi...og ég bara blogga á meðan, enda verður nóg að fara yfir á eftir. Það er nú búið að ganga á ýmsu hjá mér undanfarnar vikur, því verður ekki neitað, en um sumt vill maður síður tjá sig á svona rosalega opnum vettvangi sem internetið er. Það hefur verið nóg að gera í prófagerð og einkunnayfirferð (enda er maður að gera þetta í fyrsta skipti) en síðustu daga hefur tíðin verið róleg. Hitt prófið mitt verður lagt fyrir á mánudaginn og eftir að þau hafa verið yfirfarin taka rólegheitin og jólaundirbúningurinn við...sem betur fer. Ég þarf að fara og kíkja á krílin mín...aldrei að vita nema maður verði duglegri að blogga þegar við fáum internetið aftur eftir millibilsástandið...sjæse hvað það er erfitt að vera internetlaus í þessum netvædda (og netháða) heimi....adios í bili.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim