Barcelona og aftur heim
Þá erum við komin aftur heim frá Barcelona. Mikið rosalega er þetta skemmtileg borg. Það er svo mikið að skoða þarna að ég gæti auðveldlega eytt a.m.k 1-2 vikum þarna. Það rigndi eins og hellt væri úr fötu daginn sem við komum út, en eftir það var sól og 25 stig. Hið fullkomna veður. Við versluðum aðeins, skoðuðum Torres vínekrurnar, borðuðum góðan mat og drukkum gott vín. Einnig skoðuðum við garða og kirkjur, Montserrat klaustrið og ólympíuþorp...allt saman mjög áhugavert. Ekki má svo gleyma fótboltaleiknum, en við fórum að sjá Barcelona spila á móti Sevilla á Camp Nou og það var 'pjúra snilld'. Hefði sko ekki viljað missa af því. En nú erum við komin heim og ég held bara svei mér þá að ég sé ennþá þreytt síðan í gær, en við lentum í Keflavík rúmlega 2 aðfaranótt þriðjudagsins (semsagt í gær) og svo vorum við mætt til vinnu klukkan átta í gærmorgun, eftir einungis rúmlega 3ja tíma svefn. Það er þó allt að komast í samt horf eftir þessa frábæru ferð. Vonandi nenni ég að henda inn myndum fljótlega.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim