vinnaétasofa
út á það gengur lífið þessa stundina. Ég vaknaði í morgun, fór á fætur eftir hálftíma 'snús', klæddi mig og fékk mér morgunmat. Síðan rölti ég út í strætóskýli og tók strætó í vinnuna. Síðan kenndi ég til klukkan að verða þrjú og þá dreif ég mig í ræktina með Lindu þar sem við púluðum til fjögur. Þá sóttum við skvísurnar í leikskólann og Linda skutlaði mér heim. Þegar heim var komið þreif ég af mér svitann eftir púlið, slappaði aðeins af, fékk mér að borða og fór svo að taka til. Nú sit ég bara og blogga auk þess að horfa á imbann með öðru auganu...merkilegt nokk!
Ég held að flugur séu félagsverur. Ég veit að sjálfsögðu að flugur sækja í ljós, en það er ein fluga hér í íbúðinni sem virðist elta mig á röndum. Í allan morgun elti hún mig, af baðinu, inn í eldhús, þaðan inn í stofu og svo inn í herbergi og aftur inn á bað. Svo sveimaði hún líka yfir mér þegar ég var að ryksuga...manni er bara farið að finnast að einhver/eitthvað sé að fylgjast með manni...spúkí!
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim