til að brjóta þær
Hvað er þetta í eðli mannsins sem knýr þá þörf að þurfa sífellt að brjóta reglur! Afleiðingarnar eru vissulega mis-alvarlegar, til dæmis allur þessi ofsaakstur sem hefur tekið líf svo margra úti á vegunum. Ekki eins alvarlegt brot er að reykja það sem það hefur verið bannað. Það er bannað að reykja á skólalóð Borgarholtsskóla og það fer sko ekki framhjá neinum, því sífellt er verið að minna nemendur á þessa einföldu reglu. Samt þarf maður í sífellu að reka ormana frá húsinu, þar sem þau standa fyrir utan glugga mötuneytisins svo 'ilmurinn' smýgur inn um gluggana. Reyklaust busaball vat haldið á NASA á miðvikudagskvöldið og þar var ég á sígarettuvakt, því ég eyddi megninu af kvöldinu röltandi um staðinn með smá vatn í glasi og takandi sígarettur af dansandi menntaskólakrökkum sem gátu ekki setið á sér og bara gjörsamlega urðu að fá sér smók þótt það kostaði fyrirlestur og mikla gremju af hendi kennaranna sem þar voru staddir. Svo var það stundum sama fólkið sem maður greip 'glóðvolgt' aftur og aftur.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim