laugardagur, apríl 21, 2007

Bookmark and Share

Hvar endar okkar ylhýra...


...ef þróunin heldur áfram sem horfir þá verður orðaforði landans ekki beysinn áður en langt um líður. Stundum fæ ég illt í málvitundina þegar ég les fréttir, ýmist á vefnum eða í blöðunum. Sem dæmi má nefna þessa frétt sem ég rak augun í á vefsíðu fréttamiðils...
"Steven Gerrard verður líklega ekki í liði Liverpool gegn Wigan á morgun og það yrði í fyrsta skipti í vetur sem Rafael Benítez knattspyrnustjóri myndi ekki stilla fyrirliðanum upp í byrjunarliði í ensku úrvalsdeildinni."
- - - - Finnst ykkur þetta gott mál?
Ég veit mæta vel að ég er enginn snillingur þegar kemur að orðalagi og skrifum, enda eru skrif ekki mín atvinnugrein. Mér finnst samt að blaðamenn sem og annað fréttafólk ætti að víkka út orðaforðann sinn og nota hann fjölbreyttari í flutningi. Hinn almenni borgari gæti jafnvel lært eitthvað af því og þá sérstaklega ungt fólk, því ekki les það mikið af bókmenntum og mætti því alveg við því að heyra og lesa vandað og gott mál í fréttunum. Ekki skil ég öll orð í íslensku máli, en mér finnst gaman að læra ný orð...

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim