þriðjudagur, ágúst 26, 2003

Bookmark and Share
Síðustu dagar hafa farið að mestu í stúss í kringum skólann. Kalli var í undirbúningi alla síðustu viku. Þeim var skipt í vinnuhópa, 5 manna hópa og einn 4 manna. Kalli lenti í 4 manna hópnum .Hver hópur átti að hittast yfir matarbita í vikunni, til að hver og einn gæti kynnst sínum hópi. Hópurinn hans Kalla hittist og makarnir með. Tveir af gaurunum eru með maka, einn makalaus! Þetta virtist vera fínn hópur…líst bara vel á . Svo hafa verið haldin nokkur “happy hour” eða nokkurs konar bjórkvöld hjá MBA prógramminu…það var rosa fínt…fórum á stað á föstudaginn sem heitir Dixie Chicken og þar fengum við könnu af bjór á 6 dollara. Kvöldið áður fórum við á Tab og þar kostaði stór bjór einungis 1 dollara….80 krónur Dabbi fór að gráta þegar hann heyrði það og vildi koma til stóru systur…skyndilega saknaði hann mín

Allt hefur gengið mjög vel. Við tékkuðum okkur inn í skólann, skráðum okkur í námskeið, ég fór á kynningu fyrir graduate students, og kynningu fyrir international students…bla bla bla…kennsla byrjaði hjá Kalla í dag, en hjá mér byrjar hún ekki fyrr en eftir viku…þannig að ég held bara áfram að dunda mér við hitt og þetta.

Mér fannst eitt soldið skondið...kvöldið sem við komum til College Station var fyrsta "samkundan" já MBA prógramminu. Við kíktum á það og fyrsti maðurinn sem við hittum úr MBA prógramminu heitir Trey!! En vinur Önnu Láru og Birgis úr Texas A&M (sem við gistum hjá í Dallas) heitir einmitt líka Trey. Í báðum tilvikum er Trey nafnið stytting á III "the third"! HVERSU SNIÐUGT ER ÞAÐ!

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim