föstudagur, október 17, 2003

Bookmark and Share
Ég sat í rólegheitunum inni í stofu í gær þegar ég heyrði þessi líka þvílíku læti fyrir utan. Ég kíkti út og sá þar kött uppi í tré (tréð er bara hér rétt við húsið 1-2 metra og greinarnar strjúkast við þakSKYGGNIÐ), hann var á neðstu greininni, en efst í trénu var íkorni Í KASTINU. Ég hef aldrei heyrt í íkorna áður...og þessi var sko ekki sáttur...Svo lullaði kötturinn sér eftir smá úr trénu og rambaði um, en íkorninn hélt áfram að gefa frá sér þessi hljóð, en eftir smá stund hætti hann sér niður úr trénu og upp í næsta tré, en hann er nefnilega alltaf að dútla eitthvað í því tré. Fyndið að fylgjast með honum með hnetur í munninum, skjótast fram og til baka, upp í tré og niður aftur...svo missir hann stundum hnetur niður úr trénu og þær lenda á "pikknikk" borði sem stendur á milli trjánna...algjört vesen.

Ég lenti reyndar í því í dag, þegar ég var að hjóla um campus að það munaði engu að ég fengi hnetu í hausinn. Var að hjóla undir tré þegar hneta lenti á götunni rétt fyrir framan mig, einhver íkorni verið að vesenast í trénu.

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim