laugardagur, október 04, 2003

Bookmark and Share
Við fórum í afmæli í gær til Tonys, en hann er með Kalla í hóp. Það var alveg rosalega fínt og flestir klæddir upp sem "white trash", en fyrir þá sem ekki vita hvað það er, þá er það druslulega liðið sem býr í hjólhýsum og öðrum "færanlegum híbýlum". Það komu ótrúlega margir klæddir white trash fötum, og reyndar komu bara ótrúlega margir yfir höfuð, enda bauð hann öllu MBA prógramminu af fyrsta ári....við tókum fullt af myndum og munu væntanlega eitthvað af þeim lenda í myndheimum. Það komu flestir með bjór eða eitthvað sull með sér og allt var sett saman í eina stóra tunnu sem var hálf full af klökum, svo dró fólk sér eitthvað úr tunnunni og varð að gjöra svo vel að drekka það sem það fékk, þetta er kallað "mystery bucket" eða "dularfulla tunnan"!!!! Ég slapp við að drekka þetta sull þar sem ég var í hlutverki allsgáða ökumannsins!

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim