sunnudagur, febrúar 15, 2004

Bookmark and Share
Í dag er það bara harkan sex eftir 'sukk' gærdagsins. Eftir valentínusarpizzuna í gær lagðist ég upp í sófa og sofnaði í tvo tíma...rosa gott. Þar sem við vorum enn södd eftir pizzuna og smá nammiát um kvöldmatarleytið, ákváðum við að borða bara eitthvað létt. Það varð ekkert úr því, gleymdist eiginlega, Kalli var að læra fram til rúmlega níu og ég var að flakka á milli sjónvarpsstöðva. Við fórum út um tíuleytið og ætluðum að leigja spólu. Það tók klukkutíma, því við erum svo pikkí á myndir. Enduðum á að taka breska mynd sem heitir Once upon a time in the Midlands, með Robert Carlyle (úr Full Monty). Í leiðinni heim frá videoleigunni stoppuðum við á McDonalds og keyptum okkur jarðarberja sjeik og plain hamborgara, svona til að bæta upp fyrir kvöldmatarmissinn. Þegar heim var komið komum við okkur vel fyrir í sófanum og byrjuðum að horfa á myndina. Eftir smá stund langaði Kalla svo í snakk, þannig að hann fór og náði í Doritos poka og salsa sósu inn í eldhús. Svo langaði okkur í heita osta/salsa ídýfu, þannig að við létum það eftir okkur (erum svo góð við okkur). Gærdagurinn byrjaði vel hjá mér, Cheerios í morgunmat og appelsína í hádeginu...en svo fór allt niður á við.

Í dag er ég búin að taka aðeins til, fór í ræktina eftir hádegið og er núna að fara að þvo þvott...ekkert búin að 'sukka' í dag. Veðrið er rosa gott, sól og blíða. Mælirinn segir að það séu 15 gráður í forsælu. Kannski ég setjist bara út með bók á meðan ég bíð eftir þvottinum.

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim