laugardagur, janúar 24, 2004

Bookmark and Share
Við fórum í golf í gær. Það var mjög fínt, en tölum ekki meira um það. Svo fórum við út að borða með Jóa og Berglindi í tilefni afmælisins. On the Border er mexíkóskur staður og maturinn var mjög góður. Eins og alltaf þegar maður fer svona út að borða, þá borðar maður yfir sig, svo stórir skammtar (eitt sinn var manni kennt að leifa ekki mat, en hér kemst maður ekki hjá því...sorrý mamma! eins og hún sé ekki löngu búin að gefast upp á mér..tíhí). Eftir matinn komu Jói og Berglind yfir til okkar og við spjölluðum og sötruðum bjór eftir að hafa fengið okkur sitthvort skotið af alíslensku brennivíni, get ekki sagt að mér finnist það súpergott, en kúmen-eftirbragðið finnst mér samt skömminni skárra en vodka-eftirbragð....bjakk. Svona sterkt og vont áfengi skal drekkast í kokteilum, ekki 'dry'. Seinna um kvöldið fórum við Kalli á bar sem heitir Ptarmigan, en það þýðir rjúpa, ekki spyrja mig af hverju barinn heitir þessu fáránlega nafni!!! Sem fyrr var þar dágóður kjarni af MBA gaurum sem þykir bjórinn góður. Ég fór heim uppúr miðnætti en Kalli fór með hópnum á Carney's. Ég þurfti nefnilega að mæta í tíma í morgun og langaði ekki að vera yfir mig þreytt þar sem kennslan er frá 9-16, sem betur fer var tíminn bara til tæplega þrjú. Ég var samt svolítið þreytt (*HóstlötHóst*) og blundaði í sófanum í smá stund eftir að ég kom heim í dag (ég blundaði sem sagt ekki í sófanum áður en ég kom heim....daah...ljóska)! Það rigndi ekkert lítið í morgun þegar ég fór í skólann. Ég vaknaði (alveg sjálf, á undan vekjaraklukkunni) klukkan 7:40 og heyrði í rigningunni. Ég lá í rúminu í 15-20 mínútur og hugsaði með mér hvernig ég ætti nú að fara klædd í skólann og komast hjá því að taskan rennblotnaði á leiðinni (þar sem ég hjólaði). Eftir að hafa fundið út úr því, drattaðist ég á lappir og tygjaði mig af stað. Ég fór í regngallann og hafði töskuna innan undir úlpunni, og leit þar af leiðandi út eins og 'the Hunchback of Notre Dame', ýkt flott. Ég og taskan mín vorum allavega þurrar þegar við komumst í skólann.

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim