þriðjudagur, janúar 27, 2004

Bookmark and Share
Ég er búin að vera inni í allan dag. Þannig dagar eru yfirleitt ekki skemmtilegir. Af hverju fer maður þá ekki út í smá stund og hressir sig aðeins við? Stundum veit maður nákvæmlega hvað maður þarf að gera, en samt gerir maður það ekki alltaf. Voðalega getur maður verið vitlaus, eða framtakslaus. Ég er búin að vera að læra í dag. Það gekk ekki alveg nógu vel á köflum, þar sem einbeitningin var ekki upp á sitt besta. Hefði þá ekki verið kjörið að fara út í göngutúr eða eitthvað í smá stund og koma tvíefldur til baka? Það held ég.

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim