sunnudagur, mars 07, 2004

Bookmark and Share
Ú, ég gleymdi að segja frá tölvupóstinum sem ég fékk í gær. Mér hefur veið boðið að ganga í Kappa Delta Pi. Nei, það er ekki svona systrafélag eins og í bíómyndunum, heldur eru þetta einhvers konar alþjóðleg heiðurssamtök í menntunarmálum (International Honor Society in Education). Maður getur víst aðeins fengið inngöngu í félagið ef manni er boðið og það var sagt í bréfinu að topp 10 prósentum af nemendum og 'professionals' sé boðin innganga...veit reyndar ekki hvað er mikið til í því. Þetta á víst að líta vel út á starfsferilskránni, en ég veit ekki hversu mikið ég þarf á því að halda á Íslandi. Það kostar 55 dollara að ganga í félagið og það verður 'innsetningarathöfn' og allt ef maður gengur í félagið. Þetta félag gefur út tímarit sem birtir alls konar rannsóknir sem gerðar eru á sviði menntamála um allan heim, hef reyndar þurft að vitna í þetta tímarit í ritgerðum hér, og meðlimir fá víst áskrift á því. Þetta er nokkuð til að melta! Gaman að fá svona boð...gerir mann svolítið montinn, en ég má alveg við því, er það ekki?

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim