föstudagur, febrúar 27, 2004

Bookmark and Share

...og það kom að leikslokum


Er svo sorgmædd núna. Davið Andri var að segja mér að Þorlákur frændi væri dáinn. Það er svo fjarlægt eitthvað. Hann hefur alltaf verið til staðar, þó svo maður hafi ekki hitt hann eins oft síðustu árin. Við krakkaormarnir vorum nú tíðir gestir í Arnardrangi, þar sem Láki gaf okkur alltaf ávexti, safaríkar appelsínur og epli, sagði okkur alls konar sögur af hauslausum hesti og draugaljósi í hrauninu á meðan hann spilaði við okkur, allan liðlangan daginn. Svona er lífið. Við eigum öll eftir að sakna hans mikið, þá er gott að eiga góðar minningar.

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim