mánudagur, mars 22, 2004

Bookmark and Share

Helgin sem leið...


var í rólegri kantinum. Það varð ekkert úr öllu golfinu sem var fyrirhugað, allt aulanum mér að kenna. Ég sætti mig bara við að horfa á golf í sjónvarpinu í staðinn. Kate og Jerod komu heim úr skíðaferðinni á laugardagskvöldið, en þau eru bæði frá Texas og höfðu bara séð snjó einu sinni áður. Þau skemmtu sér konunglega á skíðum í Vail í Colorado. Við hittum þau á laugardagskvöldinu og borðuðum með þeim, svo fórum við heim til þeirra og spjölluðum í smá stund. Í gær vorum við að reyna að komast í námsgírinn aftur eftir fríiið. Reyndar fórum við á æfingasvæðið og skutum úr sinni fötunni hvort. Annars gerðist ekkert sérstakt um helgina. Ég fór á heilsugæsluna hér á campus í morgun og lét kíkja á brunasárið. Læknirinn sagði að það liti allt vel út og svo var sett krem og nýjar umbúðir. Ég á að fara aftur á morgun. Það munar alveg um fara á campus gæsluna, en ég fór á almenna stofu á föstudaginn og þurfti að borga 66 dollara í komugjald, en það er ekkert komugjald fyrir stúdenta á campus.
Kalli fór með bílinn á verkstæði í morgun, enn einu sinni. Það á að skipta um viftumótor...eða eitthvað svoleiðis. Hann verður bara að segja frá bílaævintýrinu sjálfur, en hann nennir ekki að skrfa hér, segist alltaf alveg að fara að skrifa...jeræt.

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim