þriðjudagur, apríl 20, 2004

Bookmark and Share

bloggheimur...blogghugsun...bloggskrif...og Guð


Ég held að ég sé farin að hugsa í bloggi. Þegar ég ligg í rúminu og reyni að sofna á kvöldin þá eru hugsanirnar mínar oft í bloggformi. Ég er alltaf að pæla í því hvað og hvernig skal færa inn næstu bloggfærslu, hef bara verið frekar löt við það undanfarið. Ég er heilmikið að hugsa, það endar bara ekki allt hér á síðunni. Ég vil ekki að allir viti hvað ég er biluð.
Eitt samt svolitið sniðugt...ég stóð mig að því eitt kvöldið að fara með bænirnar...og þá meina ég "faðirvorið", trúarjátninguna, og stuttu versin sem við Linda fórum alltaf með á kvöldin þegar við vorum litlar (Kristur minn ég kalla á þig..., Vertu Guð faðir, faðir minn... og Vertu nú yfir og allt um kring...). Ég hef ekki farið með bænirnar mínar í óralangan tíma. Þetta hefur reyndar hjálpað mér heilmikið við að sofna á kvöldin, því stundum ligg ég tímunum saman og næ ekki að sofna þó að ég sé drulluþreytt. Ég man að maður byrjaði alltaf að geispa þegar maður fór með "faðirvorið" (bænina sem Drottinn kenndi okkur) hvort sem það var fyrir svefninn eða í kirkjunni, maður var, jú, að fara að sofa þegar maður fór með bænirnar sínar .

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim