föstudagur, maí 14, 2004

Bookmark and Share

...allt að koma...


Nú fer prófatörnin alveg að vera búin hjá Kalla. Hann er í fyrra prófinu núna, og seinna prófið í dag er á milli 14 og 16, þá verður sko sungið..."school's out for summer" (reyndar ekki hjá mér).
En við munum svo fara á fullt við að skipuleggja og undirbúa ferðalagið okkar.

Ú! það var brjálað veður hérna í gær. Í fyrrinótt var stormur og honum fylgdu svo miklar þrumur og eldingar með þvílíkri rigningu að ég hef barasta aldrei vitað annað eins. Það rigndi stanslaust (haglél á köflum) alla nóttina og fram yfir hádegi í gær. Það fór allt á flot, ár flæddu yfir bakka sína, götur lokuðust, það flæddi inn í hús og bara allt á öðrum endanum. Ég tók eftir að eitt af trjánum hér fyrir utan 'fékk að fjúka' því það liggur niðri núna. Hvirfilbylur feykti nokkrum húsum um koll hingað og þangað.
Ég stóð og horfði út um gluggann í gær þegar eldingu laust niður hér fyrir utan...mér brá svo mikið að ég stökk upp í loftið, enda kom blossinn og þruman á sama tíma, ji hvað mér brá. Þrumurnar og eldingarnar héldu áfram að heyrast og sjást fram eftir kvöldi í gærkvöldi, en núna er komið ágætis veiður aftur.
Ég sem þurfti að erindast fyrir LÍN í gær og sækja I-20 eftir þrjú (svo að ég komist klakklaust inn í landið aftur í ágúst)og sækja Kalla í skólann klukkan fjögur...hmmm ég var ekki viss um að komast því nokkrar götur hér í nágrenninu voru lokaðar vegna flóða. Sem betur fer stytti aðeins upp eftir hádegi og ég komst erinda minna...allt í gúddí.

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim