þriðjudagur, ágúst 10, 2004

Bookmark and Share

hingað og þangað


Við erum heldur betur búin að hafa það fínt hér. Fórum á ströndina í Santa Cruz, þar er skemmtigarður með fullt af tækjum. Við fórum í lyftu sem fer fram og til baka eftir ströndinni á smá kafla, það var rosa fínt útsýni þaðan. Svo fórum við í einn rússíbanann, það er alltaf gaman. Annars röltum við bara um og skoðuðum mannlífið. Veðrið var náttúrulega frábært, sól og blíða...kemur á óvart. Á sunnudeginum fórum við svo til Napa Valley, hið þekkta vínhérað Californiu. Við skoðuðum nokkra bæi þar og fórum í tour hjá Robert Mondavi vínframleiðandanum. Þar vorum við frædd um ferli víngerðar. Það var mjög fróðlegt. Í lokin fengum við svo að smakka þrjú vín; tvö hvít og eitt rautt, þau voru bara mjög góð. Við vorum mjög lítið búin að borða um daginn og ég held nú bara svei mér þá að ég hafi bara fundið aðeins á mér eftir víndrykkjuna!!Cheers

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim