sunnudagur, september 12, 2004

Bookmark and Share

fínt bara


Við fórum á fótboltaleikinn í gær, Texas A&M á móti Wyoming. Í stúdentahlutanum á leikvanginum er sú 'hefð' að fólk stendur nánast allan leikinn (ca 3 klst), en fólk tyllir sér niður í hálfleik. Í gær var mjög heitt, sól og 35 stiga hiti, sem er allt of heitt til að standa svona lengi, enda var maður þokkalega sveittur eftir leikinn. Það góða er að A&M vann leikinn 31-0!!! GIG'EM, AGGIES! Aggies

Ég get nú samt ekki annað sagt en að mér hafi verði hugsað til ættingja minna í 10 gráðu hita í réttunum í gær. Vonandi gekk allt vel fyrir sig þar og lömbin komið væn af fjalli. Ég myndi alveg þiggja sögur og myndir úr réttunum.

Síðast en alls ekki síst, Hörður og Örn, vinir okkar, eiga afmæli í dag (Reyndar á Kate líka afmæli í dag, en við fórum í mat og köku til hennar eftir leikinn í gær). Strákar mínir, innilega til hamingju með daginn!
Happy Birthday

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim