sjaldan fellur eplið...
ég held bara svei mér þá að ég sé stundum bara eins og hún mamma mín. Þegar ég tala við hana er aldrei neitt að frétta, ekkert að gerast. Svo tala ég við pabba, ömmu eða Sollu og það er fullt að slúðursögum í sveitinni.
Þegar við komum heim frá Californíu, skammt eftir miðnætti á laugardagskvöldi (eða sunnudagsmorgni, fer eftir því hvernig litið er á), opnaði ég hurðina varlega, kveikti ljósin og laumaðist inn. Svo gekk ég um alla íbúðina, leit inn í alla skápa og á bak við allar hurðir, í vaskana og baðkarið, en sá engan kakkalakka og enga sykurmaura....Jibbý...mikið var ég ánægð að sjá að engin slík kvikindi voru búin að taka íbúðina eignarhaldi. Á sunnudeginum fórum við í HEB og versluðum í matinn. Þar á meðal keyptum við súrmjólk. Nokkru síðar hellti ég mér súrmjólk í skál, setti púðursykur og hrærði saman. Svo setti ég haframjöl og rúsínur útí og settist inn í stofu og gæddi mér á fyrstu skeiðfyllinni....mmmm...mér varð litið á gógætið og sá tvær pínulitlar svartar doppur í súrmjólkinni. Ég skoðaði það nánar og komst að þeirri niðurstöðu að þetta væru einhvers konar pöddur, e.t.v. maurar, en ekki sykurmaurar. Að sjálfsögðu fór mín matarlyst þar með út í veður og vind. Ég grandskoðaði öll hráefnin og sá að það voru fleiri svona pöddur í dallinum þar sem haframjölið var geymt og í haframjölskassanum. Kalli fór svo skömmu síðar niður á skrifstofuna til að spyrjast fyrir um þessi kvikindi. Þar fékk hann að vita að þessar pöddur hefðu líklega komið í einhverju kornmeti eða þess háttar og bara haft það svona rosa fínt á meðan við vorum í burtu. Við hentum öllu sem innihélt kvikindin og hef ég bara verði að sjá einn og einn á stangli, ekkert alvarlegt. Hef samt verið að velta fyrir mér hveru marga ég hafi innbyrgt án þess að taka eftir því -Ojojoj!!-
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim