sunnudagur, september 05, 2004

Bookmark and Share

Jamm og já!!!


maður er nú allt of latur við þetta blogg, þetta gengur nú eiginlega bara ekki lengur!!! Það hefur svosem ekki mikið gerst hjá okkur síðan við komum heim (já heim) aftur frá Californiu. Ég á bara svo mörg heim, það er heim í Texas, þar sem draslið mitt er, svo er það heim í Frostafoldina, þar sem draslið mitt og bræður mínir eru í íbúðinni minni, og svo er það auðvitað heim í sveitina mína. Hugsa sér hvað maður er heppinn að eiga svona mörg 'heim'.

Skólinn er byrjaður með öllu tilheyrandi. Lestur og læti.

Ég lenti í árekstri á mánudaginn og er ansi blá og marin á löppunum og hægri upphandlegg. Ég var á hjólinu mínu og lenti í árekstri við annað hjól, það vildi svo skemmtilega til að bæði hjólin voru með lélegar bremsur. Stelpugreyið sem varð fyrir mér er á fyrsta ári (þ.e. 18 ára) og þetta var fyrsti dagurinn hennar...úbbs!!. En við slösuðumst nú ekkert að ráði, bara nokkrir marblettir. Reyndar beyglaðist framdekkið á hjólinu hennar, en það sá ekki á mínu hjóli.

Svo bilaði frystirinn í íbúðinni okkar og allur maturinn okkar þiðnaði. Ég fór niður á skrifstofu á fimmtudaginn og sagði þeim frá því. Yfirkonan þar sagði bara (á ensku nátturulega), "hmmm, já, ég skal athuga það, en það er alls ekki víst að það sé hægt að laga það í dag." OK, þá...þá verð ég greinilega að bjóða fólki í mat svo allt fari ekki bara í ruslið. En skömmu síðar kemur 'viðhaldið' og hann lýsir ísskápinn død og við fengum splunkunýjan ísskáp...sem hentaði mjög vel því það var kominn tími til að þrífa hinn.

Við fórum í golf á föstudaginn og laugardaginn og það gekk svona líka bara rosalega misvel.

Mig langar að biðja einhvern að fara heim til hennar Díönu frænku, með myndavél að vopni, og taka myndir af litla frændanum mínum og senda mér. Þetta er ekki hægt að drengurinn er að verða mánaðargamall á miðvikudaginn og ég hef enn ekki séð neinar myndir.

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim