fimmtudagur, nóvember 04, 2004

Bookmark and Share

já blessaðar kosningarnar


Mikið er ég nú asskoti fegin að þeim sé lokið. Ég er búin að fá nóg af þessu áreiti sem þeim fylgja...endalausar auglýsingar með skítköstin hingað og þangað...allt tekið úr samhengi náttúrulega þannig að maður þorir ekki að trúa neinu sem sagt er og sífelldar símhringingar með hljóðrituðum skilaboðum frá hinum og þessum...ÉG HEF EKKI EINU SINNI KOSNINGARÉTT...LÁTIÐ MIG Í FRIÐI!!!

Það er hrikalegt þegar svona stórt og voldugt land getur ekki komið fram með einn frambærilegan forsetaframbjóðanda. Satt að segja leist mér á hvorugan kostinn og hef afskaplega lítinn áhuga á að tjá mig of opinskátt um 'olíufurstann'. Mér finnst það bara svo skammarlegt hvað hann kemur illa fyrir, blessaður maðurinn. Fólk á það víst til að finnast manneskjur sem tala ensku með suðrænum hreim (Texas, Alabama, Tennessee, etc.) vera heimskar, en það er bara meira en það þegar kemur að W. Bush. Ég horfði reyndar bara á fyrstu kappræðurnar og mér fannst þeir báðir ömurlegir. Það borgar sig samt ekkert að vera að flagga skoðunum sínum hér, í Texas. Ég bara held áfram að vera stolt af því að vera Íslendingur af Fossapakksættinni
Iceland

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim