þriðjudagur, nóvember 09, 2004

Bookmark and Share

Kominn tími á smá blogg!!


Við skruppum aðeins til Dallas á sunnudagskvöldið og komum aftur í gær. Ástæðan fyrir ferðinni er að Kalli fór í viðtal hjá KPMG og mér skildist á honum að það hafi bara gengið ágætlega. Á meðan hann var í viðtalinu, sem tók tvo og hálfan tíma, fékk ég mér göngutúr um miðbæinn. Ég rölti út um allt og skoðaði mannlífið. Ég fór í West End Market Place, sem er í gamla miðbænum (historic district), þar rölti ég um nokkurs konar verslanamiðstöð. Þar voru alls konar minjagripaverslanir, Mexican gallery, African gallery. Þarna var líka stór antíkverslun í kjallaranum, með fullt af alls konar drasli...eldgömul golfsett, eldgömul hljóðfæri, klassískar coca cola vörur, bollastell, könnur og annar borðbúnaður, eldgamlar myndavélar og handtrekktir plötuspilarar. Þarna voru líka staflar af gömlum bókum. Ég fletti aðeins í gegnum nokkrar bækur og rakst á eina litla danska bók sem var gefin út árið 1906 og heitir 'Husmoderens Haandbog - Praktisk Kogebog og Raadgiver for de tusind Hjem' Þetta mun vera annað bindi, eftir Agnes Werner, en fyrsta bindið var gefið út árið 1903. Mér fannst þessi bók svolítið sniðug þannig að ég keypti hana á tíu dollara. Inni í bókinni var lítill blaðsnepill (orðinn gulur af elli væntanlega) og á hann eru einhverjar uppskriftir handskrifaðar á dönsku...ég bara skil varla skriftina...geðveikt spennó.

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim