fimmtudagur, mars 31, 2005

Bookmark and Share

Meiri letinginn


allavega þegar kemur að bloggi...neee...er bara löt almennt. Það hefur ekki mikið gerst hér á bæ eftir að mamma og pabbi fóru aftur heim. Þó á ég eftir að rekja restina af ferðalaginu okkar um ríki Texas, en við ókum með þeim til Dallas, þaðan til Austin og San Antonio (með stoppi í outletinu í San Marcos) og svo smá spotta eftir ströndinni til Galveston. Þaðan lá leiðin í Toyota Center í Houston þar sem við fórum á NBA leik, en Houston Rockets tóku á móti og sigruðu Portland Tailblazers...Yao Ming er risi. En stemmningin á þeim leik var ekkert á miðað við háskólaboltann, en við fórum á leik hér á campus þar sem Texas A&M tapaði, því miður, fyrir St. Josephs University. Samt frábær stemmning...alltaf gaman á Aggie leik! Ég er búin að setja inn myndir af ferðalaginu, en á eftir að skrifa við þær...ykkur er samt velkomið að kíkja á þær í Myndaalbúmi II. Ég skal reyna að hætta þessari leti og skrifa við myndirnar...mjög fljótlega (á morgun segir sá lati)!

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim