miðvikudagur, apríl 27, 2005

Bookmark and Share

sorrý


Sunneva mín, ég ætlaði ekki að gleyma þér...ekki það að hann elskulegi bróðir minn sé ekki duglegur að segja manni nokkurn skapaðan hlut... (hugsað í hæðnistón)

Ég varð vitni að svolitlu sniðugu í fyrradag. Ég var búin að segja frá hreiðrinu sem er hér fyrir ofan stigann (get ekki tekið mynd því bévítans myndavélin er biluð), og um daginn sá ég að það var kominn ungi í hreiðrið. Reyndar var hann orðinn nokkuð stálpaður þá. Í fyrradag fór ég út með ruslið (aldrei þessu vant) og þegar ég kom til baka tók ég eftir því að það var búið að eyðileggja hreiðrið. Unginn sat á grindinni þar sem hreiðrið hafði verði og foreldrarnir voru á stigapallinum og gáfu frá sér einhver 'uglu-lík' hljóð. Mér fannst þetta soldið skrítið og dokaði aðeins við hér fyrir utan dyrnar (nokkra metra frá fuglunum). Eftir smá stund stekkur unginn niður á stigapallinn (blakandi vængjum að sjálfsögðu)og foreldrarnir fara eitthvað að gogga í hann og ýta honum, annað foreldrið fer svo eitthvað að hoppa í kringum hann. Svona gengur það í smá stund, þangað til annað foreldrið fer bara í sólbað í efstu tröppunni og hitt fer að kanna hvort allt sé ekki í lagi með því að hoppa upp á gluggasyllur og kíkja inn um glugga í næstu íbúð. Ég fylgist með þessu úr 4-5 metra fjarlægð. Loks fer unginn, eftir nokkrar 'vængjateyjur', að taka nokkur tilrauna-hopp með vængjablaki og að endingu flýgur hann af pallinum ásamt foreldrum sínum. Það er nú ekki á hverjum degi sem maður sér ungana fljúga svona úr hreiðrinu (eða hrakta úr hreiðrinu af foreldrunum), hvað þá rétt fyrir utan dyrnar hjá manni.

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim