Ekki hafa viðbrögðin við könnuninni verið mikil, einungis níu atkvæði....ég bíð aðeins lengur og sé til hvort fleiri hafi skoðun á málinu.
Af okkur er lítið að frétta sem endranær (kemur á óvart!). Ég var að vinna í vikunni og Kalli í skólanum. Við fórum í golf í dag og gekk upp og ofan. Held þó að góðu höggin hafi verið aðeins fleiri en þau slæmu. Það er frí í "grunnskólunum" á mánudaginn þannig að ég þarf pottþétt ekki að vinna þá, en ég hef þegar verið beðin um að vinna þriðjudag, fimmtudag og föstudag, sem er bara hið besta mál.
Veðrið hér hefur verið mjög gott, sól og blíða flesta daga. Þó hefur verið töluverður vindur, en hann er hlýr, þannig að það er ekki ofurslæmt. Af dýrunum er það að frétta að tveir fuglar hafa gert sér hreiður hér við húsið, annar fyrir ofan stigann og hinn í tré hér fyrir framan hús. Svo fann ég oggopínulitla skjaldböku á stéttinni fyrir framan eina íbúðina, ætli hún hafi ekki flotið hingað í þrumuveðrinu sem gekk hér yfir fyrir nokkrum dögum. Ekkert hefur sést til maura eða kakkalakka í lengri tíma, sem betur fer.
Meira um dýr...litla dýrið hann Ægir Þór er víst að fermast á morgun og óska ég honum og hans fjölskyldu til hamingju með það.
oggupínulitla skjaldbakan
Af okkur er lítið að frétta sem endranær (kemur á óvart!). Ég var að vinna í vikunni og Kalli í skólanum. Við fórum í golf í dag og gekk upp og ofan. Held þó að góðu höggin hafi verið aðeins fleiri en þau slæmu. Það er frí í "grunnskólunum" á mánudaginn þannig að ég þarf pottþétt ekki að vinna þá, en ég hef þegar verið beðin um að vinna þriðjudag, fimmtudag og föstudag, sem er bara hið besta mál.
Veðrið hér hefur verið mjög gott, sól og blíða flesta daga. Þó hefur verið töluverður vindur, en hann er hlýr, þannig að það er ekki ofurslæmt. Af dýrunum er það að frétta að tveir fuglar hafa gert sér hreiður hér við húsið, annar fyrir ofan stigann og hinn í tré hér fyrir framan hús. Svo fann ég oggopínulitla skjaldböku á stéttinni fyrir framan eina íbúðina, ætli hún hafi ekki flotið hingað í þrumuveðrinu sem gekk hér yfir fyrir nokkrum dögum. Ekkert hefur sést til maura eða kakkalakka í lengri tíma, sem betur fer.
Meira um dýr...litla dýrið hann Ægir Þór er víst að fermast á morgun og óska ég honum og hans fjölskyldu til hamingju með það.
oggupínulitla skjaldbakan
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim