fimmtudagur, maí 05, 2005

Bookmark and Share

helgin sem leið


við fórum semsagt með Jerod og Kate til San Antonio þar sem við fórum út að borða með foreldrum hans og bróður í til efni afmælis Jerods. Svo eftir matinn fórum við heim til eins vinar Jerods þar sem við gistum og spjölluðum aðeins frameftir. Á laugardeginum fórum við í morgunmat á IHOP með pabba hans Jerods og svo í bíó með honum og mömmu hans, að sjá The Interpreter með Nicole Kidman og Sean Penn, bara allt í lagi mynd. Mér finnst hún Nicole alltaf vera svo illileg til augnanna....heheh heyrði reyndar að hún væri búin að láta sprauta svo miklu botoxi í andlitið á sér að hún gæti varla sýnt nein svipbrigði lengur, veit reyndar ekki hvað er til í því, finnst hún aldrei hafa sýnt mikil svipbrigði á hvíta tjaldinu. En allavega, eftir bíóið fórum við til Austin með smá stoppi í Outlettinu í San Marcos. Þar hittum við vinahóp Jerods og Kate og fórum með þeim að borða á ekta Texas BBQ stað. Svo var förinni heitið á sportbar í miðbænum að horfa á Spurs taka Nuggets í bakaríið. Við fórum svo heim á sunnudeginum. Þetta var bara mjög fín helgi í góðra vina hópi.

Þegar Kalli er búinn í skólanum (á bara eftir að sitja yfir einhverju prófi á morgun) og þegar ég er búin að vinna á morgun tekur við maraþonpökkunarhelgi hjá okkur, því við ætlum að reyna að vera búin að pakka niður að mestu áður en Már og Fanney koma á miðvikudaginn og svo er útskriftin á föstudaginn. Ætlunin er að fara í nokkurra daga ferðalag eftir útskrift.

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim