allt að koma
Við erum óðum að ná áttum og jafna okkur á tímamismuninum og eftir langt og strangt ferðalag. Við lögðum af stað frá College Station þann 25. maí og ókum í gegnum Tennessee, North Carolina, Virginia, Maryland, Delaware, New Jersey, New York, Connecticut, Rhode Island og Massachusetts. Helstu stoppin voru í Pigeon Forge, rétt suður af Knoxville í Tennesee, Norfolk og Virginia Beach í Virginiu, New York, Atlantic City og síðast en engan veginn síst, Boston, en þaðan flugum við heim 6. júní. Þetta var agalega skemmtilegt ferðalag og vorum við mjög heppin með veður allan tímann, fengum ekki dropa á okkur. Flesta dagana var hlýtt og gott, það var pínu svalt í bátsferðinni í New York, við sigldum að frelsisstyttunni, þá fór maður bara í síðar buxur og peysu, ekkert væl.
Það er ferlega skrýtið að koma heim aftur. Mér finnst soldið óþægilegt að geta ekki baktalað fólk á íslensku þannig að það skilur ekki, því hér skilja allir íslensku. Svo er líka ferlega skrýtið að allt afgreislufólk í búðum og svoleiðis skuli ávarpa mann á íslensku, geri einhvern veginn alltaf ráð fyrir að heyra ensku...það venst. Við Kalli fórum aðeins í Nevada Bob og Intersport í dag og fengum vægt verðsjokk...prísuðum okkur sæl að hafa verslað aðeins af íþróttavörum í "outlettunum" úti, margfalt ódýrara. Það mun örugglega ekki líða á mjög löngu þangað til við verðum orðin verðblind aftur...þ.e.a.s. á íslensk verð.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim