ég, um mig...
ég gleymdi að segja ykkur frá því að ég hef fengið leyfi frá menntamálaráðuneytinu til að nota starfsheitið framhaldsskólakennari....er það ekki kúl! Í haust mun ég svo leysa af enskukennara í Borgarholtsskóla sem er að fara í fæðingarorlof.
Annars erum við Kalli búin að hafa nóg að gera eftir heimkomuna. Hann er að leita að vinnu og svo komu Jerod og Kate í heimsókn til okkar og stoppuðu í viku. Við fórum með þau austur og skoðuðum Jökulsárlón og Skaftafell, einnig gengum við að Svartafossi í Skaftafelli, rosa gaman. Við sýndum þeim líka Skógarfoss og Seljalandsfoss, og að sjálfsögðu var farinn þessi helsti túristahringur: Gullfoss, Geysir og Þingvellir. Ég held að þau hafi bara verið ánægð með ferðina. Um næstu helgi verður stefnan svo tekin aftur í sveitina þar sem allt Fossapakkið verður saman komið að halda upp á áttræðisafmæli hennar ömmu Köru. Það verður nú meira fjörið mar'. Þangað til munum við vonandi fá búslóðina okkar og ísjakann!
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim