mánudagur, júní 26, 2006

Bookmark and Share

hunangsmáni!


Við hjónin ætlum að skella okkur til Krítar í viku í júlí. Það verður nú meiri lúxusinn að komast í smá brúðkaupsferð með ektamanninum sínum. Framtakssemin hefur staðið á sér á þessu heimili nýgiftra hjóna, því ennþá stendur megnið af brúðkaupsgjöfunum á borðstofuborðinu. Reyndar þurfum við fyrst að finna stað (og jafnvel fjárfesta í hirslu) fyrir sparistellið því plássið er nú ekki mikið í litlu sætu íbúðinni okkar.

Við fórum austur um helgina, á ættarmót í Efri-Vík. Þetta var óvenju fámennt mót, en forföllin voru meiri en vanalega. Það vantaði fullt af Fossapakki (t.d. allt Fosspakkið!) en ég frétti að einn frændinn minn hefði laumast austur af mikilli góðsemi við dóttur sína sem vildi ekkert frekar í afmælisgjöf en að fara í sveitina. Hann lét þó ekki sjá sig á ættarmótið. Þrátt fyrir fámennið var þetta mjög fínt mót. Það var grillað í hlöðunni og tjúttað fram eftir kvöldi við undirspil stuðsveitarinnar The Lost Toad...helvíti gott band, ég mæli með því ef einhvern vantar hljómsveit til að halda uppi fjörinu á samkomum.

jæja, verð að drífa mig að reyna að ljúka þessum blessaða sumarskóla...adios

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim