föstudagur, maí 05, 2006

Bookmark and Share

ætli maður verði ekki að druslast


til að skrifa eitthvað hérna fyrst maður er með tölvu í fanginu...reyndar ekki mína því hún er ennþá lasin og er farin á tölvuspítalann. Ætli ég hafi smitað hana af einhverjum tölvuvírus, því hún gaf upp öndina daginn eftir að ég veiktist?!?
Annars er bara svo lítið að frétta hjá okkur skötuhjúunum. Hjá mér eru prófin byrjuð,og þá er ég ekki að tala um að ég sé að taka próf sjálf heldur leggja þau fyrir og sitja yfir og fylgjast með krakkagreyjunum engjast og kveljast sveitt yfir þessu öllu saman...þeim hefði verið nær að fylgjast betur með í tímum! Ég á reyndar eftir að ganga frá ýmsum lausum endum sem stóð til að gera í síðustu viku, en þar sem tölvugarmurinn virkaði ekki gat ég ekki einu sinni unnið að heiman...frekar fúlt. Skyldi ég eitthvað komast austur í sauðburðinn? Eins og staðan er núna sé ég það ekki gerast næstu dagana allavega. Þarf að sitja yfir prófum á mánudaginn og leggja fyrir eitt á fimmtudaginn...það væri þá ekki nema að skjótast þar á milli...en þar sem ég hef ekki bíl til afnota verður örugglega ekki mikið af því.

Að allt öðru...Linda systir er farin að vinna í útvarpinu. Þau þrjú sem voru í úrslitunum í útvarpsstjörnu Íslands fengu þátt saman á virkum morgnum á milli 7 og 10...hvet ykkur til að hlusta og jafnvel hringja inn og spjalla við þau.

jæja...hef ekki meira að segja í bili...góða helgi!

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim